Hagvöxtur á evrusvæðinu jókst um 0,1 prósentustig meira á fyrstu þremur mánuðum þessa árs heldur en áður hafði verið greint frá. Samkvæmt endurskoðuðum tölum nam hagvaxtaraukningin í ríkjunum þrettán sem hafa evru sem gjaldmiðil um 0,7% frá því á fjórða ársfjórðungi 2006 og 3,1% á ársgrundvelli. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir óbreyttum hagvaxtartölum, en aukningina má einkum rekja til meiri einkaneyslu almennings.