Hagvöxtur er að taka við sér á evrusvæðinu, í Kína og Bretlandi. Hægari vöxtur verður fram á næsta ár á Indlandi, Brasilíu og í Rússlandi á næsta ári, að því er fram kemur í hagvísum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hagvöxtur verður þó minni að jafnaði á heimsvísu á þessu ári en áður var talið. Staðan verður betri á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal af málinu.

Á sama tíma mun hagvöxtur standa nokkurn vegin í stað í Bandaríkjunum og í Japan en hagkerfi Kanada taka við sér. Nokkuð góður taktur virðist jafnframt vera í bresku efnahagslífi. Þar mældist 2,8% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi og 3,2% á þriðja ársfjórðungi. Staðan er verri í nýmarkaðsríkjunum.