Hagvöxtur í Þýskalandi var 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi. Því dróst hagvöxtur milli ársfjórðunga, um 0,2 prósentustig, þar sem að hann var 0,4 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Hagvöxtur stærsta hagkerfis ríkja Evrópusambandsins er því talsvert undir spám og talsvert lægri en á fyrsta ársfjórðungi þegar hann var 0,7%. Útflutningurb dróst saman og hafði það hvað mest áhrif á hagvöxtinn. Einkaneysla og samneysla jukust á þriðja ársfjórðungi.