Hagvöxtur verður 4,3% á þessu ári og 3,5% á því næsta. Þetta kemur fram í þjóðhagspá Hagstofu Íslands en spáin nær til áranna 2015-2019.

Fjárfesting og einkaneysla mun knýja hagvöxtinn fyrstu tvö ár spátimans. Gert er ráð fyrir að einkaneysla verði 4,4% á árinu 2015 og fjárfesting 17,7%. Einnig er gert ráð fyrir að vöxtur  einkaneyslu verði 4,7% og fjáfestingar 15,5% á næsta ári.

Spáð er 2,5 til 2,8% hagvexti á árunum 2017 til 2019. Á sama tímabili mun einkaneysla aukast um 2,7% til 4,2% en það mun draga úr aukningu fjárfestingar. Samneysla mun aukast um 1,1-1,5% árlega og opinber fjárfesting eykst lítillega.

Lágt olíu- og hrávöruverð og gengisstyrking krónunnar mun halda aftur að verðbólgu þrátt fyrir hækkandi launakostnað. Þó er spáð hækkandi verðbólgu og að hún verði 3,2% árið 2016, 2,7% árið 2017 en fari lækkandi eftir það.