Á þriðja ársfjórðungi þess árs var hagvöxtur í Japan 2,2 prósent. Þetta er því þriðji ársfjórðungurinn í röð þar sem að ekki er samdráttur í landinu. Einnig var hagvöxturinn meiri en spár gerðu ráð fyrir. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Japönsk fyrirtæki hafa þurft að reiða sig á útflutning á vörum sínum og sölu í öðrum löndum vegna lítillar eftirspurnar heima fyrir. Einnig er ótti í Japan að stefna Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í milliríkjaverslun komi til með að hafa neikvæð áhrif á verslun milli ríkjanna.

Síðan úrslitin voru tilkynnt hefur japanska jenið fallið talsvert gagnvart dollaranum, sem gerir japanskar vörur ódýrari erlendis, og hefur það hjálpað japönskum útflytjendum.