Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku,  segir að stóra spurningin, þegar kemur að stefnumótun í efnahagsmálum, sé hvernig efnahagsmálin eigi yfir höfuð að þróast til framtíðar ltið. Skammsýni þurfi að víkja fyrir framtíðarsýn þegar stefnan er mörkuð. Hugverkaiðnaðurinn í landinu skapi um 1.000 ný störf á ári.

"Sá hluti atvinnulífsins sem tengist nýtingu á auðlindum, hvort sem það er sjávarútvegur eða stórðiðja, takmarkast við auðlindirnar sjálfar. Hagvöxtur og atvinnusköpun til framtíðar litið getur ekki verið drifinn áfram af auðlindanýtingu, nema að litlu leyti. Til þess að landið verði samkeppnishæft við vesturlönd þarf það að geta boðið hugverkaiðnaði upp á starfsumhverfi til þess að vaxa og dafna. Það á bæði við um stöðuga peningastefnu og ekki síður samspil menntakerfis og atvinnustefnu. Póltísk stefnumörkun, sem gerir ráð fyrir því að hugverkaiðnaðurinn geti vaxið og verið drifkrafturinn í hagvexti, er ekki aðeins mikilvæg heldur algjörlega nauðsynleg."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér undir tölublöð.