Leiðandi hagvísir Analytica (e. Composite Leading Indicator), hækkaði um 0,2% í október og er með gildið 102,5. Gildi hagvísisins hefur ekki verið hærra í uppsveiflu síðan árið 2006. Gildi hagvísisins á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, þ.e. í apríl 2016.

Hækkun hagvísisins skýris einkum af fjölgun ferðamanna, hækkun væntingavísitölu Gallup og auknu aflamagni. Áhættuþættir eru sem fyrr í ytra umhverfi, s.s. í alþjóðastjórnmálum, efnahagsmálum nýmarkaðsríkja og áhrifum á helstu viðskiptalönd.

Hagvísir Analytica er visitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Það er hlutverk vísitölunnar að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Vísitalan er reiknuð á grundvelli sömu aðferðafræði og annars staðar þar sem sambærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD.

Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum af mismunandi toga. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup.

Í október hækkuðu fimm af sex undirþáttum frá fyrra ári, frá september hækkað hins vegar þrír af undirþáttum.