Á öðrum ársfjórðungi óx verg landsframleiðsla á evrusvæðinu eingöngu um 0,3% sem er helmingur þess sem var fyrsta ársfjórðunginn þegar hún óx um 0,6%.

Enginn hagvöxtur í Frakklandi

Enginn hagvöxtur var í Frakklandi, næststærsta hagkerfi svæðisins, en þar hafði vöxturinn verið 0,7% á fyrsta ársfjórðungi.

Verðbólgan á evrusvæðinu jókst í 0,2% í júlí úr 0,1% í júní vegna hærri matar, alkóhóls og tóbaksverð.

Jafnframt reyndist atvinnuleysi á evrusvæðinu 10,1% í júní.

Í Evrópusambandinu sjálfu minnkaði hagvöxtur einnig, og fór niður í 0,4% úr 0,5% fyrir fyrsta ársfjórðung.