Hagvöxtur mældist 0,3% á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigi en meðalspá hljóðaði upp á. Breska dagblaðið Financial Times segir í umfjöllun sína um þróun efnahagsmála á evrusvæðinu ljóst að birta sé þar til eftir lengsta samdráttarskeið í sögu svæðisins.

Hagvöxtur innan evrusvæðisins var nokkuð misjafn eftir ríkjum. Mestur var hann í Þýskalandi eða 0,7%.

Blaðið skrifar hagvöxtinn á aukna einkaneyslu og almennt meiri framkvæmdir en reiknað hafði verið með.