Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst við skattaendurgreiðsluaðgerðir stjórnvalda og var 1,9% á 2. ársfjórðungi en hafði áður aukist um 0,9% á 1. fjórðungi þessa árs.

Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi aukist milli fjórðunga var hann minni en spáð hafði verið á 2. fjórðungi og hefur helmingast frá árinu 2007.

Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgaði einnig vestan hafs, um 44.000 í síðustu viku upp í 448.000.