Hagvöxtur í Kína mælist nú 9,8%, þrátt fyrir aðgerðir yfirvalda til að draga úr verðbólgu. Í frétt Wall Street Journal segir að mikill hagvöxtur sýni erfiðleika Kína til að draga úr hröðum vexti með tilheyrandi verðbólgu.

Hagvöxtur á ársgrundvelli mældist 9,6% á þriðja ársfjórðungi. Ljóst er að Kína er nú annað stærsta hagkerfi heims og er þá komið fyrir ofan Japan. Japan birtir þó ekki hagvaxtartölur sínar fyrr en í næsta mánuði. Kínverska hagkerfið er þrátt fyrir mikinn vöxt enn mun mun minna en það stærsta, Bandaríkin. Landsframleiðsla í Kína er um 5.880 milljarðar dala en landsframleiðsla í Bandaríkjunum, samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október, er um 14.662 milljarðar dala.