Hagvöxtur á fyrri helmingi ársins nam 2,5% miðað vð sama tímabil í fyrra samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun á vef stofnunnarinnar. Þar segir jafnframt að á milli fyrsta og annars ársfjórðungs hafi 2,8% samdráttur orðið. Þjóðarútgjöld hafi dregist saman um 3,9%, einkaneysla vaxið um 1,8%, samneysla um 0,4% og fjárfesting um 7,7%. Þá hafi útflutningur aukist en innflutningur staðið í stað.