Hagvaxtaspár Indlands hafa lækkað samkvæmt seðlabanka landsins.

Fjárfestingar og erlend eftirspurn hefur dregist saman sem leiðir til minni hagvaxtar. Seðlabanki Indland segir að horfur í efnahagsmálum á Indlandi séu verri en spár höfðu gert ráð fyrir og að verðbólga sé mikil.

Seðlabanki Indlands hefur hækkað vexti 13 sinnum síðan í mars 2010 til að reyna að stemma stigu við vaxandi verðbólgu. Hagvöxtur 2011 til 2012 var litlu hærri en spár höfðu gert ráð fyrir en viðskiptaumhverfið hefur síðan farið versnandi og spár fyrir 2012 og 2013 gera ráð fyrir mjög hægum bata. Þetta kemur fram á vef BBC.