Hagvöxtur mældist 2,5% á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Dagblaðið New York Times segir þetta jákvæðar fréttir enda vísbending um að efnahagslífið sé að taka við sér þótt hægt gangi.

Til samanburðar mældist 1,3% hagvöxtur á öðrum fjórðungi ársins.

Dagblaðið segir eftir hagfræðingum að þótt þeir vilji gjarnan sjá meiri hagvöxt reikni þeir með 2,0% hagvexti vestanhafs fram á næsta ár. Góður hagvöxtur að þeirra mati er nær 4,0% markinu.

Blaðið bendir á að meðalhagvöxtur í Bandaríkjunum hafi verið 3,25% síðastliðin 25 ár.