Hvíta Húsið
Hvíta Húsið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 1,3% á öðrum ársfjórðungi 2011. Vöxturinn er minni en búist var við og dróst einkaneysla saman frá fyrra tímabili. Könnun fréttaveitu Dow Jones meðal hagfræðinga spáði 1,8% hagvexti.Wall Street Journal fjallar um málið í dag.

Þá voru birtar endurskoðaðar tölur um hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi, sem var mun minni en búist var við. Hann telst nú hafa verið 0,4% en ekki 1,9% líkt og áður var talið.