Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum var 5% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri í yfir áratug.

Meiri einkaneysla og fjárfestingar hafa lagt sitt af mörkum til að auka hagvöxtinn. Áður höfðu tölur um hagvöxt frá júlí og út september gefið til kynna 3,9% hagvöxt. Þetta er mesti vöxtur á einum ársfjórðingi frá því sumarið 2003. Einkaneysla jókst um 3,2% og fyrirtækjafjárfestingar um 7,2% miðað við árið í heild.

Flestir hagfræðingar hafa spáð því að á síðasta ársfjórðungi ársins hafi hægst á hagvextinum og hann verði um 2,5%. Búist er við um 3% hagvexti á næsta ári.