Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst um 0,6% á ársgrundvelli á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagvöxtur á nýliðnu ári mældist því 2,2% og hefur ekki mælst lægri frá því árið 2002. Meðalspá greinenda gerði ráð fyrir því að hagvöxtur á fjórða ársfjórðungi yrði ekki undir 1,2% á ársgrundvelli.

Lækkandi húsnæðisverð, minnkandi einkaneysla almennings og órói á fjármálamörkuðum eru helstu ástæður þess að bandaríska hagkerfið er í niðursveiflu.