Reiknað er með að hagvöxtur í Bandaríkjunum fjórfaldist frá því sem var á síðasta ársfjórðungi og muni vera 4% á ársgrundvelli, segir greiningardeild Landsbankans.

Blikur eru á lofti um að aukin sala bæði á bifreiðum og í smávöruverslun eftir hátíðarnar komi til með að drífa áfram hagvöxtinn á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár.

Þetta er fagnaðarefni því mikill samdráttur hefur verið í framleiðslu og hagvöxtur síðasta ársfjórðungs var sá lægsti í þrjú ár.

Hagvaxtaraukningin mun, að öllum líkindum, leiða til vaxtahækkunar. Það mun auka á verðbólguþrýsting vegna launaskriðs og minnkandi atvinnuleysis.