Hagvöxtur mældist 0,1% á fjórða ársfjórðungi í Bandaríkjunum í fyrra, samkvæmt nýbirtum upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er ívið verri niðurstaða en búist var við enda hljóðaði meðalspá Bloomberg upp á 0,5% hagvöxt. Þetta er nokkuð minni vöxtur en á þriðja ársfjórðungi þegar hagvöxtur mældist 3,1%.

Í umfjöllun á vef dagblaðsins The Wall Street Journal segir að þessi litli vöxtur í landsframleiðslu sé merki um það að aðhaldsaðgerðir bandarískra stjórnvalda hafi hægt á efnahagsbatanum. Hagkerfið vestanhafs stendur engu að síður betur en í öðrum löndum en landsframleiðsla hefur aukist í Bandaríkjunum í samfleytt 14 ársfjórðungs. Þá er nam hagvöxtur vestanhafs 2,2% í fyrra sem er í takt við væntingar.