Bandaríska hagkerfið hikstaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en hagvöxtur í fjórðungnum var 0,7% á ársgrundvelli, samanborið við 2% hagvöxt á þriðja fjórðungi og 3,9% á öðrum fjórðungi - á ársgrundvelli í öllum tilvikum.

Hagvöxturinn var undir væntingum hagfræðinga, að sögn Wall Street Journal, en meðaltal spáa þeirra gerði ráð fyrir 0,8% hagvexti á fjórðungnum.

Í frétt Wall Street Journal segir að bæði jákvæðir og neikvæðir þættir togist á í hagkerfinu. Störfum hafi fjölgað og bæði íbúða- og bifreiðamarkaðirnir hafi tekið við sér á ný. Hins vegar hafi fallandi olíuverð og gengisstyrking Bandaríkjadals haft misjafnleg áhrif á fyrirtæki og neytendur. Veikleikar kínverska og evrópska hagkerfisins hafa dregið mátt úr því bandaríska og það hafa sveiflur á fjármálamarkaði einnig gert.

Í desember ákvað bandaríski seðlabankinn að hækka stýrivexti í fyrsta skipti í tæpan mánuð, en stjórnendur bankans voru mun varkárari eftir fund þeirra í vikunni varðandi frekari hækkanir í ár.