Hagvöxtur mældist 1,7% í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er umfram væntingar en almennt var búist við en spár hljóðuðu upp á 1,5%. Þetta er engu að síður samdráttur eftir 2% hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins.

Bandaríska fréttastofan CNBC hefur upp úr hagtölunum að aukinn útflutningur hafi vegið upp á móti dræmri eftirspurn á innanlandsmarkaði. Þá hefur afkoma fyrirtækja reynst betri en á horfðist eftir samdrátt.

Bent er á að hagvaxtartölurnar séu undir þeim 2-2,5% hagvexti sem þurfi til að draga úr atvinnuleysi. Það mældist 8,3% í síðasta mánuði.

Staða efnahagsmála er eitt helsta baráttumál frambjóðenda í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember.