Væntingar eru um að hagvöxtur í Bretlandi hafi tekið við sér á síðasta fjórðungi ársins 2005 en hagvöxtur á fyrstu þremur fjórðungum ársins var undir væntingum að því er kemur fram í Hálffimm fréttum KB banka.

Því er spáð að hagkerfið hafi ekki vaxið hægar á árinu 2005 síðan 1992 eða einungis 1,7%. Minnkandi hagvöxt á árinu 2005 má rekja til olíuverðs sem hækkaði um 51% á síðasta ári, samdráttar í einkaneyslu og erfiðleika hjá framleiðendum. Fjármálaráðuneytið spáir 2% til 2,5% hagvexti á árinu 2006 en þar gert er ráð fyrir því að einkaneysla, útflutningur og fjárfestingar taki við sér segir í Hálffimm fréttum.