Breska hagkerfið óx um 0,8% á öðrum ársfjórðungi eða um 2,6% á ársgrundvelli, en vöxturinn var 2,3% á fyrsta ársfjórðungi ársins, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Góðar hagvaxtartölur má rekja til aukinnar einkaneyslu sem jókst um 1% milli fjórðunga sem skýrist meðal annars af auðsáhrifum í kjölfar hækkandi húsnæðisverðs og áhrifum af HM í knattspyrnu. Fjárfesting hins opinbera og einkaaðila óx einnig töluvert, segir greiningardeildin.

Hagstæðar hagvaxtatölur aukið væntingar um frekari stýrivaxtahækkanir á árinu en Bretlandsbanki hækkaði vexti sína óvænt um 25 punkta í byrjun þessa mánaðar. Verðbólga mælist nú yfir verðbólgumarkmiði bankans, eða 2,4%.