Hagvöxtur í Bretlandi jókst um 0,7% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Bretlands.

Þetta er örlítið minni aukning en á öðrum ársfjórðungi þegar hagvöxtur jókst um 0,9%. Hins vegar er hagvöxturinn 3% meiri en á sama tímabili á síðasta ári og fer breskur efnahagur því hægt og rólega batnandi.

Til að mynda var greint frá því í morgun að Evrópusambandið hefði krafið Bretland um viðbótagreiðslur þar sem efnahagur landsins hefði verið betri undanfarin ár en búist hafði verið við.