Hagvöxtur í Bretlandi er mældist sá lægsta í þrjú ár á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagfræðingar höfðu spáð fyrir um lækkun en ekki jafn lágan hagvöxt en raun ber vitni. Hagvöxtur jókst einungis um 0,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2015, og var helmingi minni en síðustu þrjá mánuði síðast árs.

Þetta eru síðustu tölurnar sem birtar verða fyrir kosningarnar sem hefjast eftir níu daga. Hagvöxtur mældist sá lægsti síðan á síðasta ársfjórðungi árið 2012. Auk þess veiktist breska pundið í samanburði við bandaríska dollaran.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands segir þó að það sáu góðar fréttir að hagkerfið haldi áfram að vaxta, það sé ekki sjálfgefið eftir fjármálakreppu. Talið er að rekja megi lélegan hagvöxt til fárra framkvæmda og lágri framleiðslu í iðnaði og þjónustu.