Hagvöxtur í Þýskalandi á fyrsta fjórðungi ársins var 1,5% miðað við fjórðunginn þar á undan og vex þýska hagkerfið nú mun hraðar en við var búist. Á ársgrundvelli nemur hagvöxturinn um 6%. Að sögn BBC er það öðru fremur innlend eftirspurn sem ýtir undir hagvöxt.

Öll aðildarríki Myntbandalags Evrópu munu birta tölur um verga landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi í dag samkvæmt frétt BBC og nú þegar hafa nokkur gert það. Þannig óx franska hagkerfið um 1% á fjórðungnum og það spænska um 0,3%. Hagvöxtur er sem kunnugt er aukning VLF á milli tímabili, á föstu verðlagi.