Franska hagkerfið óx um 2% á þriðja ársfjórðungi í samanburði við sama fjórðung í fyrra samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Niðurstaðan olli vonbrigðum þar sem spár hagfræðinga gerðu almennt ráð fyrir meiri hagvexti. Að undanförnu hefur hægt á hagvexti í Frakklandi. Á fyrsta ársfjórðungi mældist 1,6% hagvöxtur í landinu og 2,8% á öðrum ársfjórðungi. Einnig hefur hægt á hagvexti í helstu útflutningsríkjum Frakklands, þ.e. í Þýskalandi, Japan og Bretlandi, og það kemur sér illa fyrir franska hagkerfið.

"Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað spá sína um hagvöxt í Frakklandi á næsta ári úr 2,5% í 2,2%. Styrking evrunnar er áhyggjuefni fyrir evrópska hagkerfið í heild um þessar mundir en sú þróun bitnar á utanríkisviðskiptum svæðisins," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.