Seðlabanki Indlands.
Seðlabanki Indlands.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Indverska hagkerfið óx hraðar á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með, eða um 7,7% á milli ára. Meðalgildi spáa sérfræðinga lá í 7,6%.

Einkaneysla hefur vaxið hratt samhliða hækkandi kaupmætti. Á sama tíma er verðbólga fylgifiskur þessa vaxtar og má reikna með að peningayfirvöld herði á vaxtarólinni af því er fram kemur í greiningarefni IFS.