Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hélst nokkuð stöðugur. Hagkerfi þessa fjölmennasta ríki heims óx um 6,7% frá júní til ágúst. Hagvöxtur í Kína var nákvæmlega sá sami fyrstu tvo ársfjórðunga ársins 2016. Frá þessu er greint í frétt breska ríkisútvarpsins .

Nokkrar áhyggjur eru meðal greiningaraðila um framtíðarhorfur kínverska efnahagsins, en þessar tölur eru þó nokkurn veginn í takt við því sem við var búist. Staða kínverska þjóðarbúsins hefur gífurleg áhrif á alþjóðahagkerfið, en kínverska hagkerfið er það næst stærsta af ríkjum heimsins, ef tekið er mið af vergri landsframleiðslu.

Líklegt er að það hægist þó á hagvexti milli ára í kínverska alþýðulýðveldinu. Í fyrra var hagvöxtur í Kína sá minnsti sem mælst hefur í 25 ár. Þó kemur fram í tilkynningu frá hagstofu Kínverja að hagvaxtartölur fyrir þriðja ársfjórðung séu betri en búist var við.