Kína
Kína
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi í Kína mældist 9,5% og er þetta minnsti hagvöxturinn þar í landi í tvö ár. Er hagvöxturinn meiri en ýmsir hagfræðingar höfðu spáð. Kínversk stjórnvöld hafa á síðustu mánuðum reynt að draga úr miklum vexti og verðbólgu. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur í Kína 9,7% er fram kemur á fréttaveitu Financial Times.

Þrátt fyrir tilraunir til að draga úr verðbólgu mældist hún 6,4% í júní og hefur ekki verið hærri í þrjú ár. Seðlabanki Kína hefur verið duglegur við að hækka stýrivexti og herða regluverk fjármálakerfisins að undanförnu, en verðbólga hefur þrátt fyrir það hækkað hratt.