Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi í Kína mældist 9,7%. Það er meira en búist var við. Verðbólga hefur ekki verið hærri í landinu í nærri 3 ár, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu mánuðum reynt að draga úr miklum vexti og verðbólgu.

Ársverðbólgan er 5,4% og hefur ekki verið hærri í 32 mánuði, samkvæmt frétt Financial Times. Seðlabanki Kína hefur verið duglegur við að hækka stýrivexti og herða regluverk fjármálakerfisins að undanförnu, en verðbólga hefur þrátt fyrir það hækkað hratt.