Tölur um hagvöxt á fjórða ársfjórðungi í Kína voru mjög nálægt væntingum eða 11,2%, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

"Hagvöxtur ársins í Kína verður þannig 11,4% sem er sá mesti í þrettán ár. Gert er ráð fyrir áframhaldandi miklum hagvexti en að hægt og rólega muni hægja á næstu árin. Spár fyrir 1F 2009 gera ráð fyrir 9,75% hagvexti," segir greiningardeildin.