Yfirvöld í Tælandi búast nú við að hagvöxtur í ár verði töluvert lægri en áður var talið. Nú er talið að hann verði um 3% en áður var talið að hann yrði á milli 3,8 og 4,3%.

Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman og einnig er einkaneysla heimafyrir minni en áætlað var.