Landsframleiðsla jókst um 2% á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,7%, einkaneysla um 3,2% og fjárfesting um 14,3%. Samneysla dróst hins vegar saman um 1,1% á milli ára. Þá jókst útflutningur um 3% en innflutningur nokkru meira eða um 6,6% á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.

Á þriðja ársfjórðungi mældist 2,1% hagvöxtur ef miðað er við sama tíma í fyrra. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst svo um 3,5% frá öðrum ársfjórðungi á þessu ári.