Verg landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi var aðeins 0,3% í löndum Evrópusambandsins sem eiga aðild að evrunni. Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var 0,5%.

Evrópska hagstofan - Eurostat - segir að verulega hafi dregið úr vexti efnahagslífsins í Frakklandi á síðustu mánuðum en þar jókst verg landsframleiðsla aðeins um 0,1% á þriðja ársfjórðungi. Kröftugt franskt efnahagslíf hefur fram til þessa dregið hagvöxtinn áfram í Evrulandi.

Hægari vöxtur efnahagslífsins í löndum evrunnar en búist var við endurspeglar hátt olíuverð og hægari efnahagslegan vöxt í heiminum. Hagfræðingar virðast vera sammála um að stjórnmálalegur þrýstingur á evrópska seðlabankann um að lækka vexti muni aukast en hátt gengi evrunnar hefur dregið í styrk efnahagslífsins. Þeir eru hins vegar ekki sannfærðir um nauðsyn þess að stuðla að lægra gengi evrunnar gagnvart dollar eða öðrum helstu gjaldmiðlum heims.