Hagvöxtur á evrusvæðinu nam 0,4% á fyrsta ársfjórðungi og hefur hann aukist hægt en örugglega síðasta árið. BBC News greinir frá þessu.

Greiningaraðilar bjuggust við örlítið meiri vexti á tímabilinu, en þrátt fyrir það er þetta mesti vöxtur sem mælst hefur á svæðinu síðustu tvö ár.

Vöxtur í Þýskalandi var minni en búist var við en hann nam 0,3% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hins vegar var vöxturinn hraðari í Frakklandi þar sem hann mældist 0,6%.