Landsframleiðsla jókst um 0,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en víða annars staðar en til samanburðar mældist 0,2% hagvöxtur í Danmörku og 0,2% samdráttur í Noregi. Þá var 0,6% hagvöxtur í Bandaríkjunum og Svíþjóð á fyrsta ársfjórðungi og 0,3% hagvöxtur í Bretlandi.

Fram kemur í Hagtölum Hagstofunnar að þjóðarútgjöld sem endurspegla innlenda eftirspurn drógust saman um 4% á sama tíma. Einkaneysla jókst um 0,8% og samneysla um 0,9%. Fjárfesting dróst hins vegar saman um 19,9%. Þá dróst innflutningurs aman um 6,3% á sama tíma og útflutningur jókst um 2,3% á milli ára.

Á myndinni hér að neðan sem er fengin úr Hagtíðindum Hagstofunnar má sjá hagvaxtarþróunina eftir ársfjórðungum frá fyrsta ársfjórðungi árið 2005.

Heimild: Hagstofa Íslands.
Heimild: Hagstofa Íslands.