Hagvöxtur mældist 2,8% í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir þetta er niðurstaðan undir væntingum viðskiptalífsins, sem bjóst við kröfugri gangi í efnahagslífinu, allt að 3,1% hagvexti.

Efnhagslíf Bandaríkjanna er mjög neysluknúið. Þegar neysla dróst saman bæði í einkageiranum og opinbera geiranum þá varð niðurstaðan þessi. Bæði urðu stjórnvöld og opinberar stofnanir að halda fastar um budduna en áður og líkt og neytendur.

Meðalhagvöxtur í Bandaríkjunum í fyrra var um 1,7% sem er verulegur samdráttur á milli ára. Árið 2010 óx hagkerfið vestra um 3,0%.