Hagvöxtur á árinu 2015 var 4%, og landsframleiðsla nú 5% meiri en árið 2008. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram en þjóðarútgjöld jukust um 6,3%.

Fjárfesting jókst um 18,6% á síðasta ári, sem er enn meiri vöxtur en árið 2014 þegar aukningin nam 16,0%. Mikil aukning var í fjárfestingu atvinnuveganna, eða 29,5% en íbúðafjárfestingin dróst saman um 3,1% og fjárfesting hins opinbera um 1,1%.

4. ársfjórðungur

Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2015 jókst um 3,2% að raungildi borið saman við 4. ársfjórðung 2014. Á sama tíma jókst neysla og fjárfestingar, þ.e. þjóðarútgjöld, um 7,5%.

Einkaneysla jókst um 6,1%, samneysla um 1,1 og fjárfesting um 31,2%. Útflutningur jókst um 10,6% á sama tíma og innflutningur nokkru meira, eða um 20,3%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 1,1% milli 3. og 4. ársfjórðungs 2015. Þar af jókst einkaneysla um 1,8%, samneysla um 0,5%, fjárfesting um 5,2% og innflutningur um 8,3%.