Hagvöxtur mældist 0,8% í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta kemur til viðbótar við 0,7% hagvöxt á öðrum ársfjórðungi. Annað eins hefur ekki sést í bresku efnahagslífi í þrjú ár.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) hefur eftir George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, að vinnuharka Breta sé nú að borga sig og sé þjóðin á góðu róli.

Samkvæmt hagtölum var 2,5% vöxtu í byggingageiranum á þriðja ársfjórðungi og þykir ljóst að hann sé að komast í gang eftir mikinn samdrátt í kjölfar fjárkreppunnar.