Þjóðartekjur hafa vaxið hægar en landsframleiðsla síðustu ár og útlit er fyrir að svo verði áfram, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Ef hagvöxtur er metinn út frá vexti vergra þjóðartekna milli ára var vöxtur þeirra 2004 4,9% og árið 2003 uxu þjóðartekjur um 0,7%.

Verg landsframleiðsla er hins vegar oftast notuð til þess að meta hagvöxt og samkvæmt henni var vöxturinn 6,2% árið 2004 og 3,6 árið 2003, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Meðalvöxtur þjóðartekna á tímabilinu 2000 til 2004 var 2,7% en vöxtur landsframleiðslu var að jafnaði 3,4% á sama tíma. Sé litið til lengri tíma er þó munurinn nánast enginn, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Verg landsframleiðsla er mælikvarði á virði þeirra vara og þjónustu sem framleidd er af íbúum tiltekins lands. Hún tekur ekki tillit til launa- og eignatekna sem greiddar eru til og frá útlöndum.
Ef þeim leið er bætt við fást vergar þjóðartekjur.