*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 29. júlí 2021 18:07

Hagvöxtur minni en spáð var

Útlit er fyrir að hagvöxtur vestanhafs verði um 6,5% á árinu en spár höfðu gert ráð fyrir 8,5%.

Ritstjórn
epa

Hagvöxtur í Bandaríkjunum öðrum ársfjórðungi reyndist minni en spár höfðu gert ráð fyrir. Útlit er nú fyrir að hann verði um 6,5% á árinu en spár höfðu gert ráð fyrir 8,5%. 

Hagtölur á fyrsta fjórðungi sýndu 6,3% vöxt og áttu margir von á því að tilslakanir í sóttvörnum myndu ýta undir frekari vöxt. Það hefur aftur á móti gerst hægar en von var á og er hökti í birgðakeðju og framleiðslu kennt um. 

Þá hefur verðbólga verið að gera vart við sig vestanhafs en hún mælist nú 6,4% og hefur hækkað talsvert síðustu mánuði. 

Hagfræðingar sem Financial Times ræddu við voru ekki sammála um við hverju ætti að búast á síðari helmingi ársins. Helstu óvissuþættirnir væru nýjar tegundir veirunnar og óvissa sem henni fylgir.