Hagvöxtur í Japan var 0,3% á öðrum ársfjórðungi og talið er að það sé vegna erfiðleika á evrusvæðinu.

Landsframleiðsla jókst um 0,3% á tímabilinu en var 1% á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra var vöxturinn 1,4%.

Þetta kemur fram á vef BBC. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að hagvöxtur muni minnka enn meira á næstunni vegna óvissunnar sem ríkir víða um heim. Þar sem eftirspurn innanlands sé ekki nægileg og útflutningur minni vegna aðstæðna á evrusvæðinu þá eru líkur á að hagkerfið haldist í lægð í júlí til september.