Hagvöxtur nam 2,5% í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt bráðabirgðatölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð umfram væntingar sem hljóðuðu upp á 1,7-2,2% á fjórðungnum. Mestu munar um að útflutningur og fjárfestingar í atvinnulífinu reyndust meiri en reiknað hafði verið með. Á móti hafði aðhald í ríkisrekstrinum neikvæð áhrif á efnahagslífið.

Fram kemur í umfjöllun bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal að útflutningur hafi aukist um 8,6% og hafi það dregið úr áhyggjum manna af því að áhrif skuldakreppunnar á evrusvæðinu og samdráttur í Kína myndi hafa neikvæð áhrif í Bandaríkjunum.