Hagvöxtur í Kína á öðrum ársfjórðungi á ársgrundvelli var 6,9% og voru þær tölur ívið hærri en greiningaraðilar áttu von á. Hagvaxtartölurnar voru þær sömu og á fyrsta ársfjórðungi en þá óx kínverska hagkerfið einnig um 6,9%. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Stjórnvöld í Kína hafa reynt að halda skuldasöfnun í lágmarki á sama tíma og þeir hafa þurft að kljást við húsnæðisbólu. Stjórnvöld hafa því þurft að innleiða stefnu sem að greiningaraðilar bjuggust við að myndi hafa neikvæð áhrif á hagvöxt í landinu, en svo virðist ekki vera. Samkvæmt nýjustu tölum er gert ráð fyrir að hagvöxtur í Kína verði 6,5% á þessu ári. Iðnframleiðsla og einkaneysla jukust og var fjárfesting áfram sterk í landinu.