Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 1,9% á fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Því var spáð að hagvöxtur yrði um 2,2%. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi 2016 var 3,5%.

Á þessu ári nam hagvöxtur í Bandaríkjunum 1,6% og hefur ekki verið minni frá árinu 2011. Árið áður var hagvöxtur í þessu stærsta hagkerfi heimsins 2,6%.

Donald Trump, nýr forseti, hefur lofað því að hækka hagvaxtartölur í Bandaríkjunum upp í 4% á þessu ár með skattalækkunum og aukinni innviðabyggingu. Hagvöxtur hefur ekki verið yfir 4% síðan 2000 í miðri dot-com bólunni.