Bandaríska hagkerfið óx um 2,0% á þriðja ársfjórðungi. Þetta er talsvert undir væntingum en stjórnvöld höfðu búist við allt að 2,5% vexti á fjórðungnum.

Fjármálasérfræðingar segja í samtali við AP-fréttastofuna skýringuna liggja öðru fremur í því að fyrirtæki hafi ekki gert ráð fyrir mikilli eftirspurn eftir vörum í sumar og því ekki haldið uppi jafn miklum vörubirgðum á lager og gert hafi verið ráð fyrir. Af þeim sökum megi búast við að eftirspurn muni aukast á yfirstandandi fjórðungi og hagvöxtur verða í kringum 3%.