Hagvöxtur mældist 2,6% á fyrri hluta árs í Japan. Þar af nam vöxturinn 0,6% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum japönsku hagstofunnar. Þetta er nokkru minni vöxtur en almennt var búist við og skrifast á samdrátt í fjárfestingum sem drógu úr aðgerður hins opinbera sem átti að koma hagkerfinu á lappirnar.

Til samanburðar nam hagvöxturinn á sama tíma í fyrra 4,1% og var búist við í kringum 3,6% hagvexti í ár.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar um málið að niðurstaðan kunni að gefa andstæðingum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, byr undir bága vængi, ekki síst þeim sem eru mótfallnir skattahækkunum hans sem eiga að afla ríkinu aukinna tekna. Þegar Abe tók við stjórnartaumum í Japan í desember í fyrra ýtti hann úr vör ýmsum aðgerðum sem áttu á koma efnahagslífinu á réttan kjöl og hafa þær fengið mikla jákvæða umfjöllun.