Þjóðarframleiðsla í Bandaríkjunum mældist 2,2% á þriðja ársfjórðungi í uppfærðri skýrslu, en áður var talið að hún væri 1,6%, segir í frétt Dow Jones.

Á öðrum ársfjórðungi var mældist hagvöxtur í Bandaríkjunum 2,6%, en samdráttur var á hagvexti milli mánaða vegna samdráttar á húsnæðismarkaði.

Í uppfærðri mælingu voru birgðastaða fyrirtækja og innflutningur uppfærð, sem varð til þess að vísitala þjóðarframleiðslu var hækkuð.

Áður var gert ráð fyrir að birgðastaða íslenskra fyrirtækja hefði aukist um 50,7 milljarða Bandaríkjadala, en í uppfærðum gögnum er talið að aukningin hafi verið 58 milljarðar.