Byggingar á svæðinu innan Hringbrautar í Reykjavík mega ekki verða hærri en fimm hæðir, samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030. Drögin verða kynnt í borgarráði í dag. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að staðfesta að Reykjavík verði ekki háhýsaborg.

Dagur segir í samtali við blaðið lágreistar byggingar eiga að einkenna Reykjavík og verði almennt háhýsi ekki heimiluð í Reykjavíkur nema að ákveðnum kröfum og skilyrðum uppfylltum. Þetta þýðir jafnframt að ekki verði reistar nýjar blokkir í borginni eins og þær sem eru í Skuggahverfinu.